Um okkur

Um mig:

Ég er 47 ára þriggja barna faðir úr Kópavogi. Hef starfað sem fasteignasali frá árinu 2005 og starfa á Lind fasteignasölu í dag.

Hef komið að stofnun fjölda fasteignasala síðan árið 2005. Hef ráðið yfir 400 fasteignasala í vinnu og veit hvað þarf að leggja á sig til að ná árangri.

Stofnaði Lind fasteignasölu árið 2013 og var framkvæmdastjóri og aðaleigandi fram til ársins 2024 þegar ég seldi mig út úr félaginu en starfa þar enn.

Var kjörinn í stjórn félags fasteignasala árið 2019. Tók við varaformennsku árið 2020 og svo kjörinn formaður árið 2021 og starfaði sem slíkur þar til í maí árið 2023.

Sat í bæjarstjórn Kópavogs á árunum 2022-2023, formaður umhverfis og samgöngunefndar meðal annara starfa.

Hef sinnt nefndarstörfum tengdum fasteignasölu fyrir iðnaðarráðuneytið sem og fleiru.

Ég hef unnið hin ýmsu störf gegnum tíðina. Ég var auglýsingastjóri hjá sjónvarpsstöðinni SkjáEinum frá 2000-2004, þaðan fór ég svo til 365 fjölmiðlasamsteypunnar, (sem í dag er Sýn), og tók þar þátt í uppbyggingu ýmissa miðla.

Starfsmenn

Hannes Steindórsson
Löggiltur fasteignasali
SJÁ NÁNAR